Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar á 295. fundi bæjastjórnar Ölfuss í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Tillögurnar eru:
Deiliskipulag fyrir Árbæ 3 land, lnr.171652
Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveimur hæðum.
Deiliskipulagstillaga Árbær 3
Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustuhús og íbúðarhús í Akurgerði
Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.
Deiliskipulagsuppdráttur Akurgerði
Greinargerð Akurgerði
Deiliskipulag fyrir Fiskeldi á Bakka 1
Efla ehf. fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, hefur unnið tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu á hennar. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.
Deiliskipulagsuppdráttur Bakki 1
Greinargerð Bakki 1
Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi
Efla ehf. hefur unnið breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu. Þá er byggingarmagn aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss, sett inn skjólmön og skipulagsmörkum breytt lítillega, því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau voru fyrir.
Deiliskipulagsbreyting Árbær 4
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 27. október til 8. desember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 8. desember 2021.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi