Auglýsing: Félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Ölfusi

Laust er til umsóknar félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Ölfusi. Um er að ræða blokkaríbúð á þriðju hæð að Sambyggð, 815 Þorlákshöfn, ásamt meðfylgjandi geymslu á jarðhæð. Íbúðin er 78.2 fermetrar og þriggja herbergja.

Leiguíbúðir Sveitarfélagsins Ölfuss eru ætlaðar einstaklingum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og þurfa aðstoð til að búa í öruggu húsnæði, en hafa ekki möguleika á að kaupa sitt eigið húsnæði. Almenn skilyrði fyrir úthlutun á leiguíbúðum eru:

-          Umsækjandi hafi átt lögheimili í Ölfusi sl. 3 ár

-          Umsækjandi eigi lögheimili í Ölfusi þann tíma sem leigusamningur varir.

-          Umsækjandi leggi fram umbeðin gögn.

Umsókn skal lögð fram á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1 á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn er ekki tekin til afgreiðslu nema umsóknareyðublað sé rétt útfyllt og undirritað af umsækjanda. Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:

-          Staðfest afrit skattframtala sl. þriggja ára, eða veflykill að skattur.is, svo sjá megi meðaltekjur og heildareignir að frádregnum skuldum.

-          Launaseðlar umsækjanda, maka/sambúðaraðila og barna 20 ára og eldri sem búa heima, fyrir síðustu þrjá mánuði eða upplýsingar um reiknað endurgjald vegna sjálfstæðrar starfsemi.

Umsóknum er síðan forgangsraðað út frá greiningu þar sem eftirfarandi þættir eru m.a. hafðir til viðmiðunar: núverandi húsnæðisaðstæður, heilsufar og vinnugeta fjölskyldunnar, atvinnustaða, félagslegar aðstæður, fjölskyldustærð, framfærslubyrði, tekjur, eignir, aldur umsóknar auk búsetulengdar í sveitarfélaginu.

Skriflegt tilkynning er send til þeirra er fengið hafa úthlutað íbúðinni. Er þá veittur viku frestur til að tilkynna hvort húsnæðið sé þegið. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til útleigu 1. ágúst, þó með fyrirvara þar sem óljóst er hversu langan tíma úrvinnsla umsókna mun taka.

Umsóknum og öllum meðfylgjandi gögnum skal skilað í síðasta lagi föstudaginn 2. júní næstkomandi. Þeir sem eiga fyrirliggjandi umsóknir hjá félagsþjónustu þurfa að láta vita að þeir hafi áhuga á umræddri íbúð.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 480-3800 eða á póstfangið tara(hja)olfus.is

 

23. maí 2017

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?