Aðal- og deiliskipulagstillaga fyrir Riftún var samþykkt til auglýsingar í samræmi við 31. grein og 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 af bæjarstjórn Ölfuss.
Deiliskipulag fyrir Riftún í Ölfusi
Deiliskipulagstillagan fjallar um verslun og þjónustu á um 9,3 hektara svæði við Þorlákshafnarveg. Á svæðinu er gert ráð fyrir uppbyggingu tengdri ferðaþjónustu, m.a. veitingarekstur, hestaleigu, ylrækt og baðlón.
Deiliskipulag Riftún
Breyting á aðalskipulagi í landi Riftúns í Ölfusi
Tillagan skilgreinir breytingu á landbúnaðarlandi í verslunar- og þjónustusvæði á um 9,3 hektara svæði við Þorlákshafnarveg og gerir ráð fyrir uppbyggingu tengdri ferðaþjónustu, m.a. uppbyggingu veitingareksturs, hestaleigu, ylræktar og baðlóns.
Aðalskipulag í landi Riftúns
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 1. desember 2021 með athugasemdafresti til 13. janúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 13. janúar 2022.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi