Auglýsing um fjórar deiliskipulagstillögur

Deiliskipulag fyrir Vesturgljúfur:

EFLA hefur unnið deiliskipulag af lóðum á athafnasvæði sunnan við Klettagljúfur. Afmarkaðir eru byggingareitir þar sem byggja má atvinnuhúsnæði. Búið er að taka hluta lóðanna undir vegsvæði fyrir nýjan Ölfusveg. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulagsbreyting Gljúfurárholt 14:

Landeigandi óskar eftir að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi þannig að byggja megi hús til landbúnaðarnota (skemmu) til viðbótar við þær heimildir sem gildandi deiliskipulag inniheldur. Bætt er við einum byggingarreit, U2 en að öðru leyti er skipulagið óbreytt. Útbyggingarheimildir eftir breytinguna eru vel innan heimilda aðalskipulags fyrir lóðir á landbúnaðarsvæðum. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulag fyrir Setberg 20:

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 89 m2 viðbyggingu við húsið Setberg 20 í horni fyrir framan núverandi bílskúrshurð. Skipulagið gerir ráð fyrir að viðbygging falli sem best að núverandi húsi á lóðinni. Uppdrátt má nálgast HÉR

Deiliskipulag fyrir Kvíarhól í Ölfusi:

Um er að ræða skipulag sem heimilar allt að 800 m2 6,5 metra háa reiðskemmu sem verður norðan við núverandi hesthús á lóðinni og tengist því. Tillagan samræmist aðalskipulagi Ölfuss. Uppdrátt má nálgast HÉR

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 4. nóvember til 17. desember 2020.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 4. nóvember til 17. desember 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1 eða rafrænt á skipulag@olfus.is.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?