Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögu

Eftirtalin skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 26. janúar, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð Skæruliðaskálans í Ólafsskarði

Tillagan hefur verð auglýst áður en er nú auglýst aftur, þar sem ekki náðist að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Skæruliðaskálinn deiliskipulagstillaga

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 23. til 25. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 25. janúar 2023.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?