Skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 25. maí, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Deiliskipulagstillaga fyrir Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar
Deiliskipulagstillaga fyrir nýtt hverfi vestan byggðar og norðan Selvogsbrautar í Þorlákshöfn. Tillaga gerir ráð fyrir nýjum íbúðarlóðum fyrir rað-, par-, og einbýlishús á reitum sem merktir eru ÍB10 og ÍB11 í aðalskipulagi.
Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – tillaga að deiliskipulagsuppdrætti
Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar – tillaga að deiliskipulagsgreinargerð
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 12. til 24. maí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 24. maí 2023.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi