Auglýsing um skipulag

 

Eftirtalin skipulagstillaga var samþykkt til auglýsingar bæjarráði þann 20. júlí, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hafði áður verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd.

 

Breyting á deiliskipulagi Sólbakka sem áður hét Hlíðatunga land

Lögð er til breyting á deiliskipulaginu „Hlíðartunga land, Ölfusi“ en landið heitir nú Sólbakki. Er þetta í annað sinn sem deiliskipulaginu er breytt. Lóðinni Sólabakka 3 er skipt í tvær lóðir. Við það verða 4 samliggjandi íbúðarlóðir á svæðinu. Byggingarheimildir á hverri lóð verði i samræmi við aðalskipulag eða samtals 2020 m2 sem er tæplega 0,15 í nýtingarhlutfall.

Sólbakki - tillaga um breytingu á deiliskipulagi

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Móa svæði II

Um er að ræða deiliskipulagstillögu sem sýnir deiliskipulag 2. áfanga fyrir Móa. Svæðið er í aðalskipulagi merkt ÍB8 og VÞ2. Skipulagið gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúða í rað- par- og fjölbýlishúsum auk þess sem gert er ráð fyrir verslunar og þjónustulóð nyrst á svæðinu.

Mói svæði II greinargerð

Mói svæði II deiliskipulagsuppdráttur

Mói svæði II skýringaruppdráttur

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Sandhól í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan skilgreinir byggingarreiti fyrir íbúðarhús, frístunda- og gestahús og úthús. Einnig er landinu og skipt í tvo hluta og skilgreindar heimildir til uppbyggingar á reitunum.

Sandhóll - deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga fyrir Þórustaði í Ölfusi

Skilgreindar eru heimildir fyrir frekari uppbyggingu á lögbýlinu Þórustöðum. Gert ráð fyrir stækkun svínabúsins og landmörkum breytt lítillaga í tillögunni. Landskiki færður úr Þórustöðum 2 yfir í Þórustaði 1 en báðar landareignirnar eru eign sama aðila.

Þórustaðir – greinargerð

Þórustaðir – deiliskipulagstillaga blað 1

Þórustaðir – deiliskipulagstillaga blað 2

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hágljúfur í Ölfusi

Skipulagstillagan var samþykkt til auglýsingar bæjarráði þann 20. júlí, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hafði áður verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd. Hún markar 3 lóðir, eina fyrir skemmu og tvær fyrir íbúðarhús og gestahús. Skilgreindir eru byggingarreitir og settir skilmálar fyrir uppbyggingu í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Háagljúfur - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 7. september til 19. október 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is  fyrir lok vinnudags þann 19. október 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?