Deiliskipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 28. apríl í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan markar heimildir og setur skilmála fyrir 4 fyrir íbúðarhúsalóðir og frístundahús, ásamt skemmu og aðstöðu fyrir hesta og hestamenn, í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Í gildi er eldra deiliskipulag fyrir svæðið sem fellur úr gildi við gildistöku tillögunnar.
Deiliskipulagstillaga Ingólfshvoll
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 25. – 27. apríl 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 28. apríl 2022.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi