Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Breyting á deiliskipulagi Unu- og Vesturbakki.

Efla ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagssvæðið er stækkað lítillega og hefur tveimur lóðum verið bætt við Hraunbakka 3 og 5.

Deiliskipulagstillaga Unu- og Vesturbakki

 

Deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann Ólafsskarði

Efla ehf. hefur unnið deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir m.a. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og nýju íbúðarhúsi.

Deiliskipulagstillaga Ólafsskarð

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 19. – 24. nóvember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 24. nóvember 2021.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?