Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Litla-Sandfell
Litla-Sandfell

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 28. september, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Breyting á aðalskipulagi vegna nýrra jarðstrengja að fiskeldi vestan Þorlákshafnar

Breytingin fjallar um jarðstrengi frá tengistöð við Suðurstrandaveg að lóðum fiskeldisstöðvanna First Water, sem áður hét Landeldi og Geo Salmo. Bæði Þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrættir breytast.

Jarðstrengir - aðalskipulagsbreyting

 

Breyting á aðalskipulagi vegna námavinnslu í Litla-Sandfelli

Sértæk skipulagsákvæði fyrir svæðið í aðalskipulagi eru óbreytt en námasvæðið er stækkað úr 24,3 ha. í 40 ha. og heildar efnistaka aukin úr 10.000.000 rúmmetrum í 18.000.000 rúmmetra.

Unnið hefur verið umhverfismat og liggur álit Skipulagsstofnunar þar um fyrir.

Litla-Sandfell breyting á aðalskipulagi

 

Breyting á deiliskipulagi Þrastarvegar 1 í Ölfusi

Deiliskipulagi er breytt þannig að unnt sé að byggja eitt hús sem hýsir bæði íbúð, verkstæði/skemmu og hesthús undir einu þaki í stað þriggja áður.

Þrastarvegur 1 –tillaga að deiliskipulagsbreytingu

 

Breyting á deiliskipulaginu Hjarðarból lóði 1 og 2 í Ölfusi
Breytingin felst í að bætt er við lóð fyrir dæluhús við borholu og settir byggingarskilmálar fyrir það. Einnig er skipulagsmörkum breytt lítillega svo lóðin verði innan skipulagssvæðisins. Hjá Skipulagsstofnun er skipulagið flokkað með nafninu "Hjarðarból svæði 3 og 4".

Hjarðarból dæluhús deiliskipulagsbreyting

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 22. til 27. september 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 27. september 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?