Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru:

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lindarbæ landnúmer 171766.

Deiliskipulagstillagan markar heimildir og setur skilmála svo unnt sé að gera bílskúr á lóðinni og byggja við núverandi íbúðarhús.

Deiliskipulag Lindarbæ

 

Deiliskipulag fyrir Laxabraut 17

Deiliskipulagstillagan fjallar um fiskeldi á lóðinni. Áform eru um að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, fóðursílóa, súrefnistanka, vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða og annað sem fiskeldi á landi krefst. Í greinagerð tillögunnar er ákvæði um að ljósmengun skuli lágmörkuð og tryggt verði að frárennsli loki ekki gönguleið meðfram ströndinni.

Deiliskipulagstillaga Laxabraut 17

Greinargerð deiliskipulagstillögu Laxabraut 17

 

Breyting á deiliskipulagi vegna Hafnarskeiðs 22

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að lóðin stækki um tæpa 3000 fermetra. Lóðamörk færast örlítið til og ólagða gatan Boðaskeið verður blindgata. Þetta er gert svo hægt sé að koma fyrir nýju vöruhúsi fyrirtækisins með hleðsludyrum báðum megin og vöruflutningabílar geti athafnað sig innan lóðar.

Deiliskipulagstillaga Hafnarskeið 22

Eldri greinargerð Hafnarskeið 22

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðu

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús verði gestahús og heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2.

Deiliskipulag Suða

 

Breyting á aðal- og deiliskipulagi vegna íbúðahverfis vestan byggðar í Þorlákshöfn - Vesturberg

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir 2. áfanga hverfisins sem heimilar allt að 41 íbúðum til viðbótar við þær 86 sem áður hafa verið samþykktar. Tillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.

Deiliskipulagsbreyting Vesturbyggð

Uppdráttur Vesturbyggð

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 21. – 26. janúar 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir 26. janúar 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?