Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. mars, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Gljúfurárholt land 8

Breytingin er í samræmi við uppbyggingarheimildir á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Byggingarheimildir á lóðunum aukast og útlínur einnar lóðar er breytt lítillega og heimilt að gera íbúðarhús í stað frístundahúss á henni.

Gljúfurárholt land 8 - deiliskipulagsbreyting

 

Deiliskipulag lóðarinnar Suða í Selvogi

Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði gestahús og heimilt verði að byggja nýtt sumarhús á lóðinni allt að 150 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,03. Tillagan hefur verið verið auglýst áður.

Suða í Selvogi - deiliskipulagstillaga

 

Deiliskipulagstillaga vegna fjögurra sumarhúsalóða í landi Kirkjuferjuhjáleigu

Tillagan markar fjórar 0,5 ha frístundalóðir í samræmi við aðalskipulag Ölfuss 2020-2036 og setur skilmála fyrir uppbygging á þeim.

Kirkjuferjuhjáleiga - deiliskipulagstillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 27. til 29. mars 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 29. mars 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?