Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarráði Ölfuss þann 20. júlí, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Deiliskipulag fyrir Háagljúfur í Ölfusi
Um er að ræða tillögu um deiliskipulag sem markar þrjár lóðir, þar af eina fyrir skemmu og tvær fyrir íbúðarhús og gestahús í samræmi við heimildir aðalskipulags. Lóðirnar verða stofnaðar úr landi Gljúfurárholts, landnúmer L171707 sem landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi.
Háagljúfur deiliskipulagstillaga
DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis vegna landfyllingar
Lögð er til breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling við milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls við Nesbraut. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd um 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.
Hafnarsvæði - breyting á deiliskipulagi vegna landfyllingar
Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíðar í Ölfusi
Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir landið Bakkahlíð sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Skilgreind er lóð fyrir frístundahús, settir skilmálar fyrir uppbyggingu og markaður byggingarreitur á henni í samræmi viðheimildir aðalskipulags.
Bakkahlíð deiliskipulagsuppdráttur
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 18. og 19. júlí 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 19. júlí 2023.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi