Auglýsing um forkynningu á skipulagstillögum

Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 30. nóvember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar og 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Breyting á aðalskipulagi vegna íbúðarsvæði í landi Mýrarsels

Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem íbúðarsvæðið í landi Mýrarsels er stækkað þannig að fimm frístundalóðir sem fyrir eru við svæðið verði íbúðarlóðir innan þess. Bætast þær við sjö íbúðarlóðir sem fyrir eru þannig að þar verða 12 íbúðarlóðir.

Mýrarsel - skipulagslýsing

Skipulagslýsing - mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík vestan við Þorlákshöfn

Skipulagslýsingin fjallar mölunarverksmiðju og höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar. Hún rammar inn fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag.
Gert er ráð fyrir að auka byggingarmagn í reit I3 í samræmi við uppbyggingu svæðisins og heimila mölunarverksmiðju og nýja höfn innan þess.

Mölunarverksmiðja og höfn - skipulagslýsing

Skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna rannsóknaborana í Meitlum og Hverahlíð II

Orkuveita Reykjavíkur leggur fram skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar þar sem skilgreint er rannsóknarsvæði fyrir orkuvinnslu við Meitla og í Hverahlíð II. Eftir mögulega aðalskipulagsbreytingu verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið, áður en að rannsóknum kemur.

Meitlar og Hverahlíð II - skipulagslýsing

Deiliskipulagstillaga vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði

Meitlar eru svæði norðan við Stóra-Meitil á Hellisheiði. Tillaga að deiliskipulagi rannsóknarsvæðis OR í Meitlum heimilar að boraðar verði tilraunaholur í samræmi við heimildir í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ástæðan fyrir þessum fyrirhuguðu borunum er þörfin á að finna frekari orku til að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar. Óskað verður eftir heimild sveitarfélagsins um að gerð verði breyting á deiliskipulaginu með það að markmiði að breyta svæðinu í vinnslusvæði vegna jarðhita ef þar finnst vinnanleg orka.

Meitlar – deiliskipulagsgreinargerð

Meitlar - deiliskipulagsuppdráttur

 

Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstrengja að fiskeldi vestan Þorlákshafnar

Breytingin á aðalskipulagi fjallar um jarðstrengi frá tengistöð við Suðurstrandarveg að lóðum fiskeldisstöðvanna First Water (sem áður hét Landeldi ehf.) og Geo Salmo. Bæði þarf að uppfæra þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrætti. Skipulagslýsing vegna breytingarinnar var auglýst síðsumars.

Jarðstrengir - aðalskipulagsbreytingartillaga

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 23. til 29. nóvember 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 29. nóvember 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?