Eftirtaldar skipulagstillögur verða til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 14. desember, í samræmi við 30. gr. og 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar hafa verði samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Deiliskipulagstillaga fyrir jörðina Hlíðarendi - landnr. L171724
Í deiliskipulagstillögunni eru settir skilmálar fyrir áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Skipulagið er í samræmi við aðalskipulag þar sem það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 40ha iðnaðarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið en það verður fellt út við gildistöku þess skipulags sem nú er lagt fram.
Hliðarendi DSK greinargerð
Hlíðarendi DSK uppdráttur
Litla Sandfell – Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Gerð er óveruleg breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur breytingarinnar er að taka af öll tvímæli um heimildir Carbfix til að dæla koltvísýringi og brennisteinsvetni í jörðu. Þessi niðurdæling breytir efnunum í stein en þetta er ferli sem er nú þegar í gangi í berginu en segja má að niðurdælingin flýti því. Myndast bergtegundin silfurberg við þess aðgerð sem eingöngu nýtir staðbundið koldíoxíð.
Litla Sandfell ASK – greinargerð
Litla Sandfell ASK – uppdráttur
Litla Sandfell DSK – greinargerð
Litla Sandfell DSK – uppdráttur
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 7. til 13.desember 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 13. desember 2023.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Skipulagssvið