Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti á 354. fundi sínum þann 27.2.2021 eftirtalin framkvæmdaleyfi í samræmi við 8. grein reglugerðar nr. 772/2012, 3. málsgrein 43. greinar og 44. greinar skipulagsreglulaga nr. 123/2010.
Framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng á Hellisheiði og í Þrengslum
Veitur hafa fengið framkvæmdaleyfi fyrir jarðstreng á Hellisheiði og með þjóðvegi í Þrengslum. Leyfið er háð samþykki forsætisráðuneytis sem landeiganda.
Hér má nálgast gögn
Framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulagnar meðfram Hvammsvegi
Veitur hafa fengið framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar meðfram Hvammsvegi.
Hér má nálgast gögn
Framkvæmdaleyfi vegna endurheimts votlendis í Alviðru
Landgræðslan hefur fengið framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis við Alviðru við Sogið. Framkvæmdin fellst í því að fylla upp í alls 1131 metra af skurðum á svæðinu.
Hér má nálgast gögn
Hér má nálgast loftmynd f svæðinu
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
|