Aðalskipulagsbreyting „Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn“ - Mói
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 25. júní 2020 var lögð fram og samþykkt greinargerð aðalskipulagsbreytingar vegna miðbæjarkjarna í Þorlákshöfn. Gögn eru unnin af Trípólí arkitektum, dagsett 15.06.2020.
Helstu breytingar eru að gerðar eru breytingar á landnotkunarflokkum; afmörkun núverandi Miðsvæðis (M1) norðan Selvogsbrautar er breytt með þeim hætti að svæðið minnkar nyrst og vestast en stækkar þess í stað til austurs á kostnað Athafnasvæðis (A1) og Verslunar- og þjónustusvæðis (V1). Nýtt Íbúðasvæði (Í12) er skilgreint á milli Í9 og M1 og minnkar Í9 lítillega við það. Athafnasvæði (A1) minnkar sömuleiðis lítillega á kostnað hins nýja Íbúðasvæðis (Í12).
Tillagan verður til sýnis hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b og á Bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is undir „skipulag í kynningu“, frá 1. júlí til 14. ágúst 2020 og er frestur til að skila umsögnum þangað til. Umsögnum má skila í tölvupósti á skipulag@olfus.is eða á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins.
Gögn vegna málsins má sjá hér: Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn - aðalskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreyting „Miðbæjarkjarni í Þorlákshöfn“ - Mói
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25.júní 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, skv. 1. málsgr. 36. gr. og 1. málsgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.
Í gildandi deiliskipulagi er m.a. gert ráð fyrir tveggja hæða verslunarkjarna norðan og austan við heilsugæslu og þremur þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum næst Ölfusbraut. Svæðið norðan Selvogsbrautar er enn óbyggt að frátöldu heilsugæsluhúsi. Tillagan gerir ráð fyrir að hætt verði við verslunarkjarnann á reitnum og þess í stað er gert ráð fyrir uppbyggingu í formi eins til þriggja hæða íbúðarhúsnæðis nyrst á reitnum, þriggja hæða fjölbýlishúsum vestast á reitnum og eins til þriggja hæða verslunar-, þjónustu og menningarhúsum meðfram Selvogsbraut.
Gögn vegna málsins má sjá hér: Miðbæjarkjarni -deiliskipulagsuppdráttur og Miðbæjarkjarni - deiliskipulagsgreinargerð
Deiliskipulag hafnarsvæðis Þorlákshafnar
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa deiliskipulag hafnarsvæðis Þorlákshafnar. skv. 1. málsgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.
Á svæðinu er í gildi eldra deiliskipulag sem var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 28.11.2008 og mun það falla úr gildi við gildistöku þess skipulags sem nú er auglýst. Deiliskipulag hafnarsvæðis Þorlákshafnar er nú auglýst að nýju en það var áður auglýst fyrir rúmu ári síðan. Á því hafa verið gerðar nokkrar breytingar og er sú veigamesta sú að stór nýr suðurgarður sem fjallað er um í gildandi aðalskipulagi er nú tekinn út úr deiliskipulagsinu og fjallar það ekki lengur um hann. Því þarf ekki að gera grein fyrir umhverfisáhrifum sem bygging hans gæti valdið að þessu sinni.
Deiliskipulagið er í samræmi við breytingu á gildandi aðalskipulagi Ölfuss sem nýlega var breytt á svæðinu.
Gögn vegna málsins má sjá hér: Hafnarsvæði deiliskipulagsuppdráttur og Hafnarsvæði deiliskipulag greinargerð
Deiliskipulagsbreyting „Mánastaðir 1 og 2 – Kambastaðir“ vegna Kambastaða í Ölfusi.
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu „Mánastaðir 1 og 2 – Kambastaðir“. skv. 1. málsgr. 41. gr. og 1. málsgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.
Breytingin er vegna Kambastaða í Ölfusi. Á landinu má, skv. nýsamþykktu deiliskipulagi, byggja 5 metra hátt íbúðarhús og 8 metra háa skemmu. Sótt er um að hámarks hæð íbúðarhúss verði 9 metrar og eins er byggingarmagn aukið lítillega. Skv. deiliskipulagi má byggja ca 600 m2 í allt á landinu en þeir óska eftir að þar megi byggja 850 m2 sem er vel innan við 0,05 nýtingarhlutfall skv. gildandi aðalskipulagi.
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. júlí til 14. ágúst 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 14.ágúst 2020.
Gögn vegna málsins má sjá hér: Mánastaðir 1 og 2 - Kambastaðir deiliskipulagsbreyting
Skipulagsfulltrúi Ölfuss
Gunnlaugur Jónasson