Auglýsing um skipulag
Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar til auglýsingar af bæjarráði Ölfuss þann 20. júlí, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, eftir umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.
Breyting á skipulagi hafnarsvæðis Þorlákshafnar vegna landfyllingar
Lögð er til breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling við milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls við Nesbraut. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd um 60 metrar. Efnið í fyllinguna kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.
Hafnarsvæði - breyting á deiliskipulagi vegna landfyllingar
Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíðar í Ölfusi
Gerð er tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir landið Bakkahlíð sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Skilgreind er lóð fyrir eitt frístundahús, gestahús og geymslu. Settir eru skilmálar fyrir uppbyggingu og markaður byggingarreitur á henni í samræmi við heimildir aðalskipulags.
Bakkahlíð deiliskipulagsuppdráttur
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 27. júlí til og með 7. september 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 7. september 2023,