Auglýsing um skipulag

Breyting á deiliskipulagi fyrir leikskólann Bergheima, Hafnarbergi 32 í Þorlákshöfn var samþykkt í bæjarstjórn þann 31. ágúst síðastliðinn, í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hafði áður verið samþykkt til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Deiliskipulag leikskólans Bergheima og íbúðabyggðar við Knarrarberg, Heinaberg og Hafnarberg í Þorlákshöfn“. Lóð leikskólans er stækkuð og byggingarreitur einnig til að unnt sé að koma fyrir nýrri lausri kennslustofu á lóðinni.

 

Deiliskipulagsbreyting leikskólinn Bergheimar

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, dagana 1. september til 13. október 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 13. október 2023.

 

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?