Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru til umsagnar í skipulagsgátt og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunar þar.

 

Auðsholt – Nýtt deiliskipulag

Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Auðsholt. Með deiliskipulaginu er stofnuð 10 ha lóð um nýtt lögbýli fyrir eiganda jarðarinnar.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars 2025.

_________________________________

 

Hellisheiðarvirkjun – Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. Deiliskipulagsbreyting

Lögð er fram breyting á skipulagi Hellisheiðarvirkjunar sem felur í sér að nýrri 1,15 ha. lóð er bætt við innan nýsköpunarkjarna.

 

Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars 2025.

_________________________________

 

Bolaölduvirkjun – Lýsing aðalskipulagsbreytingar

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir virkjun við Fjallið eina sem hefur fengið vinnuheitið Bolaölduvirkjun. Fyrstu rannsóknir benda til þess að þarna sé að finna nægjanlegan jarðhita. Stefnt er að virkjun með framleiðslugetu allt að 100 MW af rafmagni og 200 MW af varma. Virkjuninni er ætlað að sjá iðnaðarsvæðum við Þorlákshöfn fyrir rafmagni.

 

Skipulagslýsing var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 27. mars 2025.

_________________________________

 

Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnalóða - Breyting á aðalskipulagi

Lögð er fram breyting á aðalskipulagi Ölfuss er varðar skilmála um hámarks nýtingarhlutfall. Með breytingunni er gert ráð fyrir að almennt nýtingarhlutfall lóða sé á bilinu 0,5-0,8 en að heimilt sé að víkja frá því í deiliskipulagi ef viðeigandi forsendur eru fyrir hendi. Sveitarfélagið vill að tekið sé tillit til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig og að uppbygging afmarkist af umfangi og eðli framkvæmda/starfsemi hverju sinni.

 

Tillagan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 28. nóvember 2024 og samþykkt til auglýsingar af Skipulagsstofnun þann 13. desember 2024.

_________________________________


Skipulagstillögurnar eru til umsagnar á Skipulagsgáttinni á www.skipulagsgatt.is til og með 22. maí 2025. Til að finna ákveðið mál skal smella á „Leita að máli“ og slá inn nafn málsins í leitarreitinn.

Á Skipulagsgáttinni er hægt að:

  • Skoða allar upplýsingar og gögn sem tengjast málinu
  • Leggja fram athugasemdir
  • Lesa þær athugasemdir sem aðrir hafa sent inn

Ef hakað er við „Vakta mál“ á tilteknu máli, fær viðkomandi tilkynningu í tölvupósti í hvert skipti sem breyting verður á málinu.

 

Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar eða gögn á Bæjarskrifstofu Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, með því að senda fyrirspurn á skipulag@olfus.is eða hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 480 3800.

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?