Bæjarráð Ölfuss samþykkti þann 4. ágúst 2022 eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt 25 og 26
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á annarri lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr, allt að 500 fermetrar hvort
Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt 25 og 26
Deiliskipulag fyrir Hveradali
Tillagan markar reiti og setur skilmála fyrir baðlón og tengdar byggingar á svæðinu. Tillaga að skipulagi var upphaflega unnin á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfærð miðið við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar þar um.
Uppdráttur deiliskipulag Hveradala
Greinargerð deiliskipulag Hveradala
Álit Skipulagsstofnunnar á umhverfismati
Deiliskipulagsbreyting deiliskipulag Sólbakka - fyrrum Hlíðartunga land
Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu fyrir deiliskipulag þriggja lóða við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Tillagan eykur byggingarheimildir í samræmi við það sem er heimilað í aðalskipulagstillögu sem nýlega var auglýst.
Breytingartillaga á deiliskipulag Sólbakka
Deiliskipulagstillaga fyrir Þrastarveg 1 í Ölfusi
Í deiliskipulagstillögu sem fyrir lóðina Þrastarveg 1 í Þórustaðalandi í Ölfusi eru markaðir byggingarreitir og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr og aðrar byggingar í samræmi við nýtt aðalskipulag.
Tillaga um deiliskipulag Þrastarvegar 1
Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 9. ágúst til og með 20. september 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 20. september 2022.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi