Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 22. september eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 7

Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðina Gljúfurárholt land 7 í Ölfusi. Skipulagið gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð með nýrri íbúð ofan á húsið sem fyrir er á lóðinni. Deiliskipulagið er í samræmi við heimildir fyrir uppbyggingu sem nýtt aðalskipulag, sem er í vinnslu, gerir ráð fyrir í dreifbýli.

Deiliskipulagstillaga Gljúfurárholt land 7

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 28. september til 9. október til 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok dags þann 9. október 2022.

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Ölfuss

Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi var samþykkt eftir auglýsingu í bæjarstjórn Ölfuss þann 22. september og er hér niðurstaða sveitarstjórnar auglýst í samræmi við 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Gerðar hafa verið lagfæringar á tillögunni, eftir því sem við á, í samræmi við þær ábendingar/athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?