Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 25. október sl. eftirtaldar skipulagstillögur til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi við Raufarhólshelli

Breytingin gerir ráð að reist verði þjónustubygging í nýjum byggingarreit og að lóðin stækki. Í gildi er deiliskipulag þar sem gert er gert ráð fyrir aðkomu, bílastæðum, þjónustubyggingu fyrir móttöku gesta, aðstöðu fyrir starfsfólk og mannvirkjum í hellinum til að bæta aðgengi og öryggi.

Skipulagsgögn Raufarhólshellir

 

Breyting á deiliskipulagi - Lækur II lóð C

Breytingin gerir ráð að byggingarreit fyrir skemmu og íbúðarhús sé víxlað, þeir færðir nær lóðamörkum til norðvesturs. Einnig er gert ráð fyrir nýju vegsvæði innan lóðar. Á svæðinu er stofnæð vatnsveitu Hjallasóknar og er sett kvöð hana og aðkomu að henni til þjónustu.

Deiliskipulagsbreyting Lækur II lóð C

 

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 2. nóvember til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða í bréfi, merkt skipulagsfulltrúi, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, fyrir lok dags þann 14. desember 2022

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?