Auglýsing um skipulagslýsingar

Eftirtaldar skipulagslýsingar voru samþykktar til auglýsingar skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, á 287. fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2021

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar Grímslækjarheiði – Sögusteinn

Lýst er fyrirhuguðu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að sumarhúsalóðir og útivistarsvæði innan reitsins verði að íbúðarhúsalóðum í samræmi við gildandi aðalskipulag.  Skipulagslýsinguna má sjá hér

Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar fyrir Árbæ 4 í Ölfusi

Skipulagslýsingin fjallar um fyrirhugað deiliskipulag sem heimilar  að byggja íbúðarhús og frístundahús á lóðinni, til viðbótar við þær byggingar sem þar eru fyrir.

Skipulagslýsinguna má sjá hér

Skipulagslýsingarnar verða til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss frá 3. febrúar til 3. mars  2021. Frestur til að gera athugasemdir er til  3. mars  2021 á netfangið skipulag@olfus.is

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?