Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Velferðarþjónusta Árnesþings vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.

 

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

 

 

Velferðarþjónusta Árnesþings vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.

 

Skv. reglugerðinni er heimilt  að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa  í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknir skulu berast á meðfylgjandi  eyðublaði ásamt greinargerð og ljósriti af örorkuskírteini, til neðangreindra starfsstöðva velferðarþjónustunnar.

Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2011.

 

Velferðarþjónusta Árnesþings,

·        Hveragerði, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, sími: 483 4000

·        Uppsveitir og Flói, Laugarási, 801 Selfoss, sími: 480 5300

·        Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi , 815 Þorlákshöfn, sími:  480 3800

Umsóknareyðublað

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?