Skipulag hafnarsvæðis:
Auglýst er breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þorlákshafnar vegna fyrirhugaðs snúnings og breikkunar Suðurvararbryggju. Við breytinguna munu stærri skip eiga auðveldara með að sigla inn í norðurhöfnina. Skv. spálíkönum munu þessar breytingar bæta öldulag innan hafnarinnar.
Skipulagstillöguna má sjá hér
Tillagan verður til kynningar skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 3. febrúar 2021.
Breyting á deiliskipulagi í landi Ferjukots:
Skipulagið er nú auglýst að nýju. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem var samþykkt í bæjarstjórn Ölfuss 25. júní 2009. Markaður er byggingarreitur fyrir 6 lítil ferðaþjónustuhús, allt að 80 fermetrar hvert og aðstöðuhús, allt að 80 fermetrar, norðaustan við þá byggð sem áður var ráðgerð á svæðinu.
Skipulagstillöguna má sjá hér
Tillagan verður til kynningar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 3. febrúar 2021.
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi:
Skipulagslýsing á breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 vegna breyttrar landnotkunar á tveimur stöðum í Ölfusi. Fyrirhugað er að breyta landnotkun fyrir 400 fermetra reit í landi Götu í Selvogi þar sem hugmyndin er að reisa 30 m hátt fjarskiptamastur.
Einnig er fyrirhugað að breyta landnotkun á 15 ha svæði við Stóra-Saurbæ 3 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði. Þegar hafa verið samþykktar fjórar skipulagsáætlanir í bæjarstjórn sem gera ráð fyrir íbúðarhúsum á svæðinu.
Skipulagslýsinguna má sjá hér
Lýsingin verður til kynningar skv. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010, á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfuss í Hafnarbergi 1 frá 22. desember 2020 til 20. janúar 2021.
Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi