Auknar almenningssamgöngur

Strætó merkið
Strætó merkið
Ný leið á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur

Akstur á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur hefst 26. ágúst nk. (leið 53).  Ekið verður kvölds og morgna á virkum dögum frá Þorlákshöfn kl. 6:33 og 17:20 og frá Reykjavík kl. 5:43 og 16:30

 Efni:  Fréttatilkynning frá SASS um auknar almenningssamgöngur

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga tóku við rekstri almenningssamgangna á Suðurlandi 1. janúar 2012.  Óhætt er að fullyrða að rekstur þeirra hafi gengið að óskum frá þeim tíma.  Um mitt sl. ár var gerður samningur við Fjölbrautaskóla Suðurlands með akstur fyrir nemendur en jafnframt voru ferðirnar opnaðar almenningi og skipulagðar allt árið um kring.  Þá var gerður samningur við Sveitarfélagið Árborg um yfirtöku á rekstri almenningssamgangna í sveitarfélaginu og hann samræmdur öðrum akstri á svæðinu.    Mikil aukning hefur orðið á farþegum og voru þeir um 185 þúsund á sl. ári.  Allt bendir til að þeir verði um 200 þúsund á þessu ári.  Reksturinn hefur gengið vel fjárhagslega  og ekki hefur þurft aukaframlög frá sveitarfélögunum.

 

Ný leið á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur

Nú hefur verið ákveðið að auka þjónustuna enn frekar því akstur á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur hefst 26. ágúst nk. (leið 53) Ekið verður kvölds og morgna á virkum dögum frá Þorlákshöfn kl. 6.33 og 17.20 og frá Reykjavík kl. 5.43 og 16.30  Með þessum akstri  skapast möguleikiar fyrir námsmenn  sem sækja nám til Reykjavíkur að búa áfram á heimaslóðum og eins fyrir þá sem sækja vinnu hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða í Þorlákshöfn.  Aksturinn hefst 26. ágúst nk.

 

Árnes tengist almenningssamgöngukerfinu

Þá hefur verið gerður samningur við Skeiða- og Gnúpverjahrepp um akstur alla virka daga til og frá Árnesi  að vegamótum Skeiðavegar og Þjórsárdalsvegar (leið 76) til móts við vagna á leið 72.   Ekið verður frá Árnesi kl. 7.27 og 16.22 en frá vegamótunum kl. 7.36 og 16.31.  Aksturinn hefst 26. ágúst nk.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?