Hreinsunarátak á degi umhverfisins
Í dag, miðvikudaginn 25. apríl er haldið upp á dag umhverfisins.
Umhverfisstjóri hefur sent bréf til fyrirtækja og íbúa í Ölfusi þar sem
allir eru hvattir til að hreinsa í kringum sig og hefja af krafti
hreinsunarátak sem stendur yfir í tvær vikur.
Í dag, miðvikudaginn 25. apríl er haldið upp á dag umhverfisins. Umhverfisstjóri hefur sent bréf til fyrirtækja og íbúa í Ölfusi þar sem allir eru hvattir til að hreinsa í kringum sig og hefja af krafti hreinsunarátak sem stendur yfir í tvær vikur.
Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri Ölfuss hófu átakið í morgun með því að klæða sig vel og hreinsa rusl í næsta nágrenni við ráðhúsið þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar.
Nemendur í grunnskólanum munu líka taka til hendinni á margvíslegan hátt og gera sér glaðan dag og eru allir hvattir til að hreinsa í kringum sig og jafnvel nýta góða veðrið til að fara í göngutúr með ruslapoka og raka ruslið sem á vegi þeirra verður.