Bakvakt snjómoksturs í dreifbýli.
Sveitarfélagið Ölfus hefur nú til skoðunar hvernig bæta megi snjómokstur að heimilum í dreifbýli til að mæta betur því breytta byggðamynstri sem nú er veruleiki. Í stað hefðbundins búskapar, þar sem ábúendur eru sjálfbjarga með tæki og þekkingu eins og áður var, eru nú íbúar sem ekki eru með búskap en stunda nám eða vinnu annars staðar og eru því háðir aukinni þjónustu. Þessum breytingum viljum við mæta.
Heildarendurskoðun hefur tekið lengri tíma en stefnt var að. Því höfum við nú til skoðunar hvort að hægt sé að mæta þessum þörfum með tímabundnum úrbótum. Eitt af því sem við viljum skoða er hvort hægt sé að bæta við snjómoksturstækjum þegar álagið er mest. Vera þannig með „bakvakt“ sem hægt er að ræsa út með litlum fyrirvara.
Vegna þessa viljum við nú kanna áhuga þeirra sem eiga öflug tæki,sem nýst gætu til snjómoksturs og/eða ruðnings í dreifbýlinu, á því að skrá sig á bakvaktir sem hægt er að ræsa út með litlum fyrirvara þegar álagið er mest. Hugmyndin er sú að snjómokstri verði áfram sinnt af þeim aðilum sem eru með þjónustusamninga við sveitarfélagið en þau tæki sem bætast við verði hrein viðbót þegar álagið er mest.
Takist samningar á þeim forsendum sem hér er lýst verður samið verklag með skýrum leiðbeiningum um boðleiðir og aðgengi að þessari mikilvægu þjónustu.
Tækjaeigendur sem áhuga hafa á að taka þátt í slíkum bakvöktum eru beðnir um að hafa samband við Davíð Halldórsson, umhverfisstjóra Ölfuss í síma 899-0011 eða með tölvupósti á netfangið david@olfus.is
Gleðilega hátíð