Band frá Þorlákshöfn í undanúrslitum Músíktilrauna

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í fimm daga. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku. Um 40 hljómsveitir spila síðan á undankvöldum og keppa um að komast áfram í úrslitakeppnina. Meðal þeirra sem keppa á undankvöldum þetta árið er hljómsveit frá Þorlákshöfn er nefnist The Fallen Prophecy. Hljómsveitin er skipuð þeim Arnóri Braga Jóhannssyni sem syngur, Elvari Aroni Haukssyni sem spilar á gítar og syngur bakrödd, Elí Kristberg Hilmarssyni sem spilar á gítar og Bergsveini Huga Óskarssyni á trommur. Þeir eru allir 17 ára nema Bergsveinn, hann er 15 ára. Hljómsveitin sem stofnuð var á árinu, spilar þungarokk. Meira um bandið og músíktilraunir á vefsíðunni: http://musiktilraunir.is/desktopdefault.aspx/tabid-287/329_view-313/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?