Björgunarsveitin í Þorlákshöfn tók þátt í evrópuverkefni

Félagar úr Slysavarnarfélaginu Mannbjörgu tóku þátt í æfingum Landsbjargar með evrópskum sjóbjörgunarfélögum á stjórnun slöngubáta.
Félagar úr Slysavarnarfélaginu Mannbjörgu tóku þátt í æfingum Landsbjargar með evrópskum sjóbjörgunarfélögum á stjórnun slöngubáta.
 
Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þessa dagana þátt í áhafnaskiptum með sjö evrópskum sjóbjörgunarfélögum. Verkefnið gengur út á það að frá Íslandi fara sjö sjálfboðaliðar sem eru í áhöfnum björgunarskipa eða báta til nokkurra Evrópulanda og á móti koma sjálfboðaliðar frá sömu löndum.

Sjálfboðaliðarnir komu til landsins um helgina og hófust þá æfingar þar sem þeir fengu að kynnast starfi íslenskra björgunarsveita. Æfð var straumvatnsbjörgun og stjórnun slöngubáta í Ölfusá og við Þorlákshöfn. Næstu daga verður hópurinn hjá Slysavarnaskóla sjómanna og á Snæfellsnesi við æfingar.
 
Merkt -shá
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?