Blómastúdíó í heimabyggð

Blomastudio-i-heimabyggd-001_web
Blomastudio-i-heimabyggd-001_web
Blómabúðin í Þorlákshöfn

Blómastúdíó Brynju heitir blómabúðin í Þorlákshöfn og eigandi hennar er Sigurrós Helga Ólafsdóttir.

 

Blómastúdíó Brynju heitir blómabúðin í Þorlákshöfn og eigandi hennar er Sigurrós Helga Ólafsdóttir. Hún keypti búðina af Brynju Bárðardóttur í byrjun ágúst 2008. Búðin mun svo heita Blómastúdíó Sillu eftir Sigurrósu, en vinna að nafnabreytingunni stendur yfir.

 

Blómastúdíóið hefur uppá margt að bjóða, hægt er að kaupa afskorin blóm og gjafavöru, fyrir ýmis tilefni og segir Silla að fólk komi orðið eingöngu til að kaupa blóm og gjafarvöru ef eitthvað stendur til, eins og t.d skírn, ferming, brúðkaup, jarðarför o.s.frv.

 

,, Blómasala er frekar árstíðar –eða tækifærisbundið” segir Silla og gengur blómasalan eftir því.

 

Gjafavörur á staðnum eru, t.d myndir, kerti, ilmkerti, reykelsi o,.fl.  Gjafavörurnar fær hún sendar frá ýmsum heildsölum.  Hún kaupir blómin þó á grænum markaði, sem er heildsala fyrir blómabændur. Sumarblómin fær hún svo í Hveragerði.

 

Silla býður uppá skreytingar við öll tækifæri, skírn og fleira. Hægt er að panta skreytingarnar og láta senda sér þær heim.

 

Opnunartímar eru: Alla virka daga frá 15:00-18:00, en lokað er um helgar.

 

Silla er svo að fara í sumarfrí, á meðan verður blómastúdíóið lokað, sem hér segir:

 

22.júlí til 18.ágúst

           og

6.sept til 17.sept

 

Hákon Svavarsson sumarstarfsmaður Bæjarbókasafns Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?