Bók til landsmanna - Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna 17. júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni verður dreift um landið og geta landsmenn nálgast hana í bókasöfnum og sundlaugum.

Íbúar í Ölfusi geta nálgast eintak á bókasafninu, Hafnarbergi 1, en bókin er gjöf til landsmanna.

Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.

Forsætisráðherra ritar formála, greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formál og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?