Bæjarbókasafn Ölfuss mun efna til spennandi tilbreytingar á bókasafninu í febrúar.
Bæjarbókasafn Ölfuss mun efna til spennandi tilbreytingar á bókasafninu í febrúar. Gestir safnsins geta átt blint stefnumót við bók sem þeir vita ekki hver er. Bækurnar á stefnumótastandinum eru allar pakkaðar inn, en merkingar á sumu gefur ákveðna vísbendingu um hvort þarna fari rómantík, spenna eða reynslusaga. Ekki eru þó allar bækur merktar, þannig að þeir sem eru fyrir sérlega mikla spennu ættu kannski ekki endilega að ná sér í spennusögu, heldur taka frekar algerlega ómerktan pakka.
Gestum er bent á að opna ekki pakkana fyrr en heim er komið og ef þeir verða fyrir vonbrigðum, þá mega þeir bara koma og ná sér í nýjan pakka. Það tekur stundum tíma að finna rétta "partnerinn."
Hægt er að lesa um þetta og fleira tengt bókasafninu á vef bókasafnsins: http://www.olfus.is/bokasafn