Haldið verður upp á Dag íslenskrar náttúru á margvíslegan hátt í Þorlákshöfn. Í leik- og grunnskólanum verður dagurinn nýttur í ýmis útiverkefni og kl. 17:00 er íbúum boðið á afhendingu umhverfisverðlauna í skrúðgarðinum og afhjúpun nýrra skilta við gatnamót Reykjabrautar og Skálholtsbrautar.
Dagur íslenskrar náttúru
Viðburðir á vegum Sveitarfélagsins Ölfuss á Degi íslenskrar náttúru þann
16. september 2015.
Leikskólinn Bergheimar:
Börn og starfsfólk úr leikskólanum Bergheimum munu fara út á Nesið í berjamó, skoða náttúruna og hlaupa frjálst um.
Grunnskóli Þorlákshafnar:
Allir nemendur skólans taka þátt í deginum með því að kennarar og nemendur fara út að njóta náttúrunnar í grennd við skólann.
Umhverfisverðlaun Ölfuss:
Kl. 17:00 í skrúðgarðinum, ef veður leyfir annars í Versölum, ráðhúsi Ölfuss verða umhverfisverðlaun veitt fyrir fallegustu garðana í sveitarfélaginu, annars vegar í þéttbýli og hins vegar í dreifbýli.
Afhjúpun skilta:
Um kl. 17:30 verða ný skilti afhjúpuð á gatnamótum Oddabrautar og Skálholtsbrautar. Á skiltunum eru upplýsingar um fyrstu götuheitin í Þorlákshöfn, þegar götur voru einfaldlega nefndar bókstöfum í stafrófsröð.