Í dag, fimmtudaginn 8. nóvember er Alþjóðlegur dagur gegn einelti.
Í dag, fimmtudaginn 8. nóvember er Alþjóðlegur dagur gegn einelti. Að þessu sinni er fólk um allan heim hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja bjöllum, hvers konar, kl. 13.00 að staðartíma hvers lands þennan dag samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar.
Nemendur og starfsfólk í Grunnskóla Þorlákshafnar munu láta klingja sem og starfsfólk bókasafns.
Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Sýnum hvert öðru virðingu og vinsemd í dag líkt og alla aðra daga.