Í dag, 16. nóvember er degi íslenskrar tungu fagnað í sautjánda skipti.
Í dag, 16. nóvember er degi íslenskrar tungu fagnað í sautjánda skipti. Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
Hvarvetna er boðið upp á dagskrá af tilefni dagsins og kom rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Grunnskóla Þorlákshafnar af tilefni dagsins og las upp úr nýrri bók sinni.
Sjá myndir frá heimsókn Þorgríms á vefsíðunni: https://plus.google.com/photos/109849368464715053116/albums/5811065183181677585?banner=pwa&gpsrc=pwrd1#photos/109849368464715053116/albums/5811065183181677585?banner=pwa&gpsrc=pwrd1