Dagur umhverfisins - hreinsunarátak

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins. Hann var einna fyrstur manna til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins. Hann var einna fyrstur manna til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Á degi umhverfisins í ár hefjum við í Sveitarfélaginu Ölfusi árlegt hreinsunarátak sem mun standa í tvær vikur. Viljum við hvetja íbúa til að taka til hendinni þann dag og tína rusl í kringum sig, á lóðum sínum og fjarlægja hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka.

Í ár verða veitt verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið/býlið og hvetjum við því fyrirtæki og lögbýli til að snyrta vel í kringum sig.

 

Gunnþór K. Guðfinnsson

Umhverfisstjóri Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?