Danssýning hjá nemendum í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Nemendur ásamt danskennara sínum ,Önnu Berglindi Júlísdóttur og nemum í dansvali, settu upp glæsilega danssýningu, fimmtudaginn 03. maí. Þetta voru nemendur frá 1. bekk uppí 7. bekk, ásamt valhópi á unglingastigi sem sýndu afrakstur vetursins.

Þetta er orðin skemmtilegur vorboði í grunnskólanum og virkilega skemmtilegt að horfa á. Anna Berglind á hrós skilið fyrir að setja þessa sýningu upp og vel gert að láta nemendur í valhópnum taka virkan þátt í uppsetningunni.

Við látum nokkrar skemmtilegar myndir fylgja með.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?