Deiliskipulag í Ölfusi - auglýsing

Deiliskipulagstillaga Akurholt

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Akurholt í Ölfusi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss. Deiliskipulagstillagan fjallar um jörðina Akurholt sem liggur innan Hvammshringsins. Jörðin er 117 hektarar, að mestu framræst mýrlendi. 

Skipulagið gerir ráð fyrir fjórum nýjum lóðum á bilinu 2-4 hektarar, fimm íbúðarhúsum, nýrri vélageymslu, byggingarreitum fyrir frístundahús og húsi til landbúnaðarnota. Svæðið er merkt sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Miðað við tillöguna gæti fjöldi húsa á svæðinu orðið 14 hús auk bílskúra.

Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022. 

Meðfylgjandi eru kynningargögn þar sem áformin má sjá á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð. Sjá HÉR

Gögnin eru einnig til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að senda athugasemdir er frá 4. júní til 17. júlí 2020. Skila skal þeim á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, merkt „Akurholt“.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?