Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 31. ágúst 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir reit innan Í8, íbúðasvæði við Hjarðarból samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á hluta reitsins er staðfest deiliskipulag fyrir 8 íbúðahús.
Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi er sýnir 7 lóðir frá um 3509 til 5002 m2 til að byggja á íbúðahús. Innan svæðisins er heimilt að vera með allt að 15 íbúðahúsalóðir. Aðkoma að nýja svæðinu eru aðkomuleið að gildandi deiliskipulagi og um heimreiðina að Hjarðarbóli og Nautaflötum. Við afgreiðslu á deiliskipulaginu skal setja niður afmörkun fyrir sorp út við heimreiðina að Hjarðarbóli. Fyrir er afmörkun á stað fyrir sorp í gildandi deiliskipulagi sem lóð nr. 7 í kynntu deiliskipulagi skal nýta.
Rammi-Hjarðarból með loftmynd
Auglýsingin fyrir deiliskipulagið liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 13. október 2017 til 24. nóvember 2017.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 24. nóvember 2017. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.