Deiliskipulag og skipulags- og matslýsingar í Sveitarfélaginu Ölfusi

Deiliskipulag fyrir Nesbraut 23-27.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Ísþór ehf. áformar að stækka eldisstöð sína að Nesbraut 23-27, úr 600 í 1800 tonna ársframleiðslu, á lóðum nr. 23, 25 og 27 við Nesbraut. Deiliskipulagið er í samræmi við áherslur í aðalskipulagi og er til þess fallið að renna styrkari stoðum undir atvinnu og byggð á svæðinu. Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 13. maí 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 13. maí 2020.  

Sjá má deiliskipulagsuppdrátt hér og greinargerð hér

 

Skipulags- og matslýsing vegna 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. við Laxabraut 21-25. skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að reisa mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns og frárennslislagna, ásamt lagningu vegaslóða og plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað

Skipulags- og matslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 27. apríl 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 15. apríl 2020.

Sjá má skipulags- og matslýsinguna hér

 

Skipulagslýsing fyrir fjórar lóðir í landi Akurholts í Ölfusi.

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 277, þann 26. mars 2020 að auglýsa skipulagslýsingu í landi Akurholts í Ölfusi skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að deiliskipuleggja landið Akurholt í Ölfusi sem er 126 ha. að stærð. Landið er innan Hofshringsins, norðaustur af Kotströnd skammt ofan við Hringveg 1. Svæðið er ekki deiliskipulagt. Engin mannvirki eru á landinu. Landið er framræst mýrlendi og melar. Aðkoma verður frá nýjum innansveitarvegi vestanvert skv. útfærslu Vegagerðarinnar.

Skipulagðar eru fjórar lóðir úr landi Akurholts sem er í samræmi við aðalskipulag Ölfuss, 2010-2022. Leyft verður að byggja eitt einbýlishús, 1-2 hæðir, bílskúr og eitt frístundahús á hverri lóð, auk annarra bygginga m.a. til landbúnaðarnota. Aðkoma verður frá nýjum innansveitarvegi.

Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. apríl til 15. apríl 2020. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 15. apríl 2020.

Sjá má skipulagslýsinguna hér

 

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?