Deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsbraut 9 og Í8 íbúðareit

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 28.11.2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 1. fundar Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Um er að ræða stækkun á núverandi deiliskipulagssvæði. Svæðið eru rúmir 4,8 ha að stærð. Markmið deiliskipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Byggð er á Í8 reit skv. aðalskipulag Ölfuss 2010-2022.

Um er að ræða 10 nýjar lóðir fyrir rað‐ og parhús, samtals 20‐24 íbúðir ásamt iðbyggingu við dvalarheimilið, 2 lóðir við Sunnubraut og 8 lóðir við Vetrarbraut, sem er nýr botnlangi. Á lóð dvalarheimilisins er byggingarreitnum breytt frá gildandi deiliskipulagi og hámarkshæð húss breytt. Ásýnd, útlit og einkenni fylgja þeirri byggð sem fyrir er. Allar byggingar verða á einni hæð.

Með auglýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags. Uppdráttur er til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss, Þorlákshöfn, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is. Athugasemdafrestur er frá 20. desember 2019 til 3. febrúar 2020. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Egilsbraut“.

Skipulagsuppdráttur með greinargerð
Skipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9
Fornleifaskráning

Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?