Kynnt er skipulagslýsing fyrir deiliskipulag samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd, 104, þann 27.05.2019 samþykkti nefndin skipulagslýsingu fyrir Egilsbraut 9 og nágrenni. Afgreiðslan var staðfest í bæjarstjórn, 4.6.2019.
Lýsing þessi er hluti vinnu við gerð deiliskipulags á reit sem afmarkast af Skálholtsbraut, Egilsbraut og Mánabraut. Deiliskipulagsreiturinn er í útjaðri bæjarins norðan við Þorlákskirkju. Austast á svæðinu er íbúðasvæði eldri borgara við Sunnubraut og Mánabraut. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið flokkað sem íbúðarsvæði og lóð dvalarheimilisins flokkast undir stofnanasvæði.
Helstu markmið deiliskipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Í Aðalskipulagi er byggðinni lýst sem lágreistri byggð með rað- og parhúsum og mun nýja byggðin falla undir þá lýsingu. Húsin eiga að vera í anda þess sem er nú þegar á svæðinu bæði í stærð og yfirbragði. Stuðlað verði að stækkun núverandi íbúðabyggðar með góðum tengslum við miðlæga þjónustu-og útivistarsvæði. Að nýta land betur þannig að ný byggð myndi samfellu við núverandi byggð.
Lagt er upp með að bæra 10 nýjum rað/parhúsaeiningum á svæðið og stækka dvalarheimilið með nýjum íbúðum.
Ofangreind lýsing liggur frammi á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn á skrifstofutíma frá 9-12 og 13-16 virka daga. Lýsingin er til kynningar frá 5. júní 2019 til 19. júní 2019.
Deiliskipulagslýsing fyrir Egilsbraut 9