Undirritun samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög
Fimmtudaginn 13. Desember undiritaði Sveitarfélagið Ölfus nýja samstarfssamninga við íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög í sveitarfélaginu.
Fimmtudaginn 13. desember undirritaði Sveitarfélagið Ölfus nýja samstarfssamninga við íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög í sveitarfélaginu. Samningarnir eru til fjögurra ára og eru bein framlög og styrkir til félaganna á samningstímabilinu áætluð u.þ.b 100.000.000 króna.
Samningunum er ætlað að efla enn frekar samstarf bæjaryfirvalda í Sveitarfélaginu Ölfusi og íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélaga og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu barna- og unglingastarfs og framlag til þeirra aukið til muna.
Sveitarfélagið tryggir nú, í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins, alla íþróttaiðkendur að 18 ára aldri fyrir slysum á æfingum eða keppni. Auk þess eru í samingunum styrkir til reksturs, uppbyggingu reiðvega, tækjakaupa og fleira.
Samningarnir marka ákveðin tímamót í samstarfi félagasamtaka og bæjaryfirvalda og væntir sveitarfélagið þess að áhrif þeirra verði góð í þágu forvarna og stuðli að því að efla áhuga og þátttöku barna og ungmenna í því fjölbreytta framboði íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi sem í boði er í sveitarfélaginu.