Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss 30. janúar 2020 var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum. Skipulagslýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofum Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, og á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is, frá 31. janúar til 17. febrúar 2020 og gefst athugasemdafrestur þangað til. Athugasemdum má skila á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins eða á skipulag@olfus.is merkt „Aðalskipulag“.
Skipulags- og matslýsing nýs aðalskipulags
Skipulags- og byggingarfulltrúi