Íbúar eru hvattir til að kynna sér drög að endurskoðaðri skólastefnu leik- og grunnskóla Sveitarfélagsins Ölfuss og koma athugasemdum á framfæri við formann nefndar.
Nú er unnið að endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins Ölfuss. Nefnd var sett á laggirnar til að yfirfara núgildandi stefnu og breyta henni til samræmis við breytingar á lögum og á stjórnsýslu sveitarfélagsins sem nú er komið í samstarf við 6 önnur sveitarfélög með nýrri skóla- og velferðarnefnd.
Hér fyrir neðan eru komin drög að endurbættri skólastefnu og verða þau birt á vefnum til 6. maí svo íbúar Ölfuss geti komið með athugasemdir ef einhverjar eru.
Drög að endurskoðaðri skólastefnu
Ábendingar og athugasemdir sendist til Ástu Margrétar Grétarsdóttur formanns fræðslunefndar í tölvupósti á netfangið astamargret@olfus.is.