Nýjir áhorfendabekkir og síðustu sýningar.
Það hefur varla farið fram hjá mörgum að Leikfélag Ölfuss er, um þessar mundir, að sýna Leikritið Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur. Leikfélagið fékk þann heiður að vígja nýja áhorfendabekki sveitarfélagsins og er ekki hægt að segja annað en að mikil bót sé þar að, nú sjá stórir og smáir á sviðið og ekki skemmir fyrir að auðvelt er að færa bekkina til þegar þess gerist þörf.
Viðtökur við leikverkinu hafa verið afskaplega góðar og hafa nánast allar sýningarnar verið uppseldar en nú er svo komið að einungis eru þrjár sýningar eftir, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20 og lokasýning laugardaginn 29. nóvember kl. 18.
Miðapantanir eru í síma 661-0501 (Magnþóra) og á leikfjelag@gmail.com.
Leikstjóri er F. Elli Hafliðason.