Dagana 25. nóvember til 10. desember ár hvert stendur yfir 16 daga vitundarvakning um vágestinn kynbundið ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að sem flestir taki þátt undir slagorðinu Roðagyllum heiminn - Höfnum ofbeldi (Orange the World, Say NO to Violence).
Litur átaksins er appelsínugulur, sem táknar að eftir myrkur ofbeldis birtir á ný; það er von! Appelsínugulur fáni er dreginn að húni við Ráðhús Ölfuss þessa daga.
Bent er á www.112.is en þar eru upplýsingar um kynbundið ofbeldi og hvar hjálp er að finna.