Sveitarfélagið Ölfus leggur áherslu á aðkomu bæjarbúa að stjórnun sveitarfélagsins. Við leitum því til ykkar eftir alls kyns hugmyndum, stórum sem smáum, varðandi uppbyggilegar framkvæmdir sem talið er að geti aukið búsetugæði í Ölfusinu.
Íbúar eru því hvattir til að senda inn hugmyndir eða ábendingar og nánari útfærslur á sínum hugmyndum.
Nánari upplýsingar veitir Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Frestur til að skila inn tillögum að verkefnum er til 10. mars 2020 og umsóknir skulu berast með tölvupósti á netfangið sandradis@olfus.is , á Bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða í gegnum ábendingavef sveitarfélagsins http://mini.loftmyndir.is/dvergur/clients/ath_olfus/